Ejub: Búið að vera gott sumar

Leikmenn Víkings Ólafsvíkur fögnuðu vel og innilega í dag.
Leikmenn Víkings Ólafsvíkur fögnuðu vel og innilega í dag. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Hún var ósvikin gleðin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Víkings Ólafsvíkur í dag þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins með því að vinna stórsigur á KA á Akureyri, 4:0.

„Við vissum fyrir leikinn að okkur dygði jafntefli en ég kom hingað norður til þess að vinna. Ég set aldrei leik upp til þess að halda jafntefli. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur, við spiluðum marga leiki vel en um mitt tímabil lentum við í smábasli hvað varðar meiðsli. Við komum hins vegar vel til baka í undanförnum leikjum þar sem við sýnum góða fótfestu og höldum haus til enda,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, við mbl.is eftir sigurinn gegn KA.

Sjá meira um afrek Víkinga í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert