Verða Eiður Smári og Arnar samherjar?

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er orðaður við belgíska liðið Cercle Brugge og að því er fram kemur í belgíska blaðinu Het Laatste Nieuws í dag eru forráðamenn félagsins að reyna að fá Eið til liðs við sig og eru vongóðir um að það takist.

Með liði Cercle Brugge leikur Arnar Þór Viðarsson en liðinu hefur gengið afar illa í upphafi leiktíðar og situr á botni belgísku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig eftir átta umferðir. Arnar Þór hefur verið í herbúðum félagsins frá árinu 2008.

Eiður Smári er án félags en hann fékk sig lausan frá gríska liðinu AEK í sumar. Fyrr í þessum mánuði fór hann til reynslu til bandaríska liðsins Seattle Sounders þar sem hann skoraði í leik með varaliði félagsins. Honum var hins vegar ekki boðinn samingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert