Skipta á milli sín 10 milljónum króna

Það var mikill fögnuður hjá íslensku landsliðsmönnunum í gær.
Það var mikill fögnuður hjá íslensku landsliðsmönnunum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem í gærkvöld tryggðu sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins með því að leggja Úkraínu að velli, fengu þær ánægjulegu fréttir eftir leikinn að þeir fái 10 milljónir króna í bónusgreiðslur frá KSÍ fyrir frábæran árangur.

„Þetta er afreksstyrkur sem verður greiddur til leikmanna. Ég bar þetta upp á stjórnarfundi KSÍ fyrir nokkru síðan og þetta var samþykkt. Leikmönnum var svo greint frá þessu eftir leikinn í gærkvöld og voru þeir eðlilega mjög ánægðir og það var líka gjaldkeri KSÍ enda var frábær mæting á leikinn,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen formaður landsliðsnefndar og gjaldkeri KSÍ í samtali við mbl.is.

Sami háttur var hafður á þegar kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi fyrir þremur árum. Upphæðin var sú sama en það sem var öðruvísi þá var það að leikmenn vissu þegar undankeppnin hófst að þeirra biðu 10 milljónir ef liðinu tækist að komast í úrslitakeppnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert