Guðmundur Mete í Aftureldingu

Guðmundur Viðar Mete í kvöld ásamt Pétri Magnússyni formanni meistaraflokksráðs …
Guðmundur Viðar Mete í kvöld ásamt Pétri Magnússyni formanni meistaraflokksráðs Aftureldingar og Baldvini Jóni Hallgrímssyni aðstoðarþjálfara.

Í kvöld gekk Guðmundur Viðar Mete til liðs við 2. deildarlið Aftureldingar í knattspyrnu og mun leika með því á komandi keppnistímabili.

Guðmundur, sem er 31 árs gamall varnarmaður frá Eskifirði, bjó lengi í Svíþjóð og lék þar með Malmö í úrvalsdeildinni og með Norrköping í B-deildinni til ársins 2005, ásamt því að hann var í stuttan tíma hjá Midtjylland í Danmörku.

Guðmundur flutti til Íslands 2005 og hefur leikið með Keflavík, Val og Haukum. Hann náði þó ekkert að spila með Haukum í 1. deildinni á þessu ári. Guðmundur verður án efa góður liðsauki fyrir Aftureldingu sem var í baráttu um að fara upp úr 2. deildinni í ár en hafnaði að lokum í 5. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert