Danskur varnarmaður til KA

Darren Lough, Steinþór Már Auðunsson, Mads Rosenberg, Brian Gilmour og …
Darren Lough, Steinþór Már Auðunsson, Mads Rosenberg, Brian Gilmour og Bjarni Jóhannsson þjálfari KA. Ljósmynd/ka-sport.is

Danski knattspyrnumaðurinn Mads Rosenberg er genginn til liðs við 1. deildarlið KA og leikur með því á komandi keppnistímabili en hann hefur síðustu árin spilað með Hjörring í dönsku B-deildinni.

Að því er fram kemur á vef KA er Rosenberg 26 ára og getur leikið sem miðvörður, bakvörður eða varnartengiliður.

Þá hefur KA samið áfram við skoska miðjumanninn Brian Gilmour og enska bakvörðinn Darren Lough. Ennfremur er markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson kominn til KA á ný eftir að hafa varið mark Dalvíkur/Reynis í 2. deildinni frá miðju sumrið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert