Völsungur bætir við sig leikmanni

Péter Odrobéna og Guðmundur Óli Steingrímsson sem kom til Völsungs …
Péter Odrobéna og Guðmundur Óli Steingrímsson sem kom til Völsungs frá KA fyrr í vetur. Ljósmynd/Græni Herinn

Völsungur frá Húsavík hefur styrkt sig fyrir átökin í 1. deild karla í sumar en liðið samdi við ungverska miðjumanninn Péter Odrobéna.

Odrobéna er 26 ára og getur líka leikið sem varnarmaður en hann spilaði með Völsungi í Kjarnafæðismótinu fyrir norðan.

Hann á að baki rúmlega 100 leiki í ungversku deildarkeppninni að því kemur fram á vef Græna Hersins, stuðningsmannasíðu Völsungs.

Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, segir við Græna Herinn um leikmanninn: „Ég er mjög ánægður með þennan leikmann, hann er stór og sterkur en hann getur einnig leyst tvær stöður á vellinum bæði miðju og vörn. Okkur vantaði hæð inn á miðjuna og hann kemur með hana inn í þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert