Isco nefndi hundinn sinn Messi

Isco er á leið til Real Madrid.
Isco er á leið til Real Madrid. AFP

Spænski miðjumaðurinn Isco, sem búist er við að gangi til liðs við Real Madrid frá Málaga innan skamms, virðist ekki mikill stuðningsmaður félagsins ef marka má ummæli hans í gegnum tíðina.

Eftir að ljóst varð að Isco færi að öllum líkindum til liðs við Real voru rifjuð upp ummæli hans í viðtali á sínum tíma þar sem hann lýsti sjálfum sér sem fjandmanni Madridar-liðsins vegna þess hve hrokafullt félagið væri.

Þá hefur Isco lýst yfir mikilli aðdáun á Argentínumanninum Lionel Messi, leikmanni erkifjenda Real í Barcelona, og gekk svo langt að nefna hundinn sinn eftir honum.

„Ég nefndi hundinn minn Messi vegna þess að Messi er bestur í heimi og það á einnig við um hundinn minn,“ sagði Isco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert