Falldraugurinn kvaddur?

Þórsarar geta kvatt fallbaráttuna með sigri gegn ÍA á Akranesi …
Þórsarar geta kvatt fallbaráttuna með sigri gegn ÍA á Akranesi í kvöld og farið að líta upp töfluna. mbl.is/Skapti

Vegna Evrópuleikja FH, KR og Breiðabliks annað kvöld verður aðeins helmingur 10. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta spilaður í kvöld. Síðari helmingurinn verður spilaður 25. júlí.

Á dagskrá eru þrír leikir, þar af tveir gríðarlega mikilvægir leikir í botnbaráttunni þar sem Vesturlandsliðin tvö eru á heimavelli. Í Kaplakrika taka svo Íslandsmeistararnir á móti Fram í leik þar sem FH fer vonandi að sýna sitt rétta andlit.

„Neðsta deildin“ í Pepsi-deildinni, kjallarinn, þar sem Þór, Keflavík, Ólsarar, Skagamenn og Fylkir hafa komið sér vel fyrir, er alveg einstakt fyrirbæri. Neðstu þrjú liðin hafa unnið þrjá leiki samtals og lítið þarf að gerast til að liðin fljúgi upp töfluna. Það sannaðist þegar Ólsarar, sem höfðu ekki unnið leik fyrir sigurinn gegn Skaganum á sunnudaginn, lyftu sér upp úr botnsæti með fyrsta sigrinum.

Sjá forspjall um 10. umferðina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert