ÍR fjórða liðið í undanúrslitum

ÍR-ingar lögðu Selfoss í undanúrslitum bikarsins í fyrra.
ÍR-ingar lögðu Selfoss í undanúrslitum bikarsins í fyrra. mbl.is/Ómar

Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola bikarnum, eftir sigur á 1. deildarliði Selfyssinga, 28:23, í íþróttahúsinu á Selfossi í kvöld.

Eftir jafnar upphafsmínútur náðu ÍR-ingar fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum og staðan var 18:13 þeim í hag að honum loknum. Sá munur hélst að mestu í seinni hálfleiknum, ÍR var lengst af fjórum til fimm mörkum yfir og sigldi sigrinum nokkuð örugglega í höfn á lokakaflanum.

Sturla Ásgeirsson skoraði 12 mörk fyrir ÍR-inga og Björgvin Þór Hólmgeirsson 7. Andri Már Sveinsson, Einar Sverrisson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu 5 mörk hver fyrir Selfyssinga.

Það verða því ÍR, FH, Haukar og Afturelding sem leika í undanúrslitum keppninnar.

Selfoss 23:28 ÍR opna loka
60. mín. Sturla Ásgeirsson (ÍR) skorar úr víti ÍR ingar syngja sigursöngva í stúkunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert