Benítez fær langt keppnisbann

Dani Benítez framherji ítalska knattspyrnuliðsins Udinese hefur verið leystur undan samningi við ítalska liðið.

Ástæðan er sú að kókaín fannst í sýni sem tekið var af honum. Benítez er í láni hjá spænska liðinu Granada og eftir leik liðsins á móti Real Betis í síðasta fór leikmaðurinn í lyfjapróf og niðurstaða úr því sýndi að hann hafði neytt kókaíns.

Líklegt er að Benítez fái langt keppnisbann og að því er fram kemur í spænska blaðinu Marca þykir ekki ósennilegt að hann verði úrskurðaður í tveggja ára bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert