Þetta var alveg hræðilegt

Hætta þurfti leik Helsingborg og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær eftir 40 mínútna leik þegar æstir stuðningsmenn Djurgården ruddust inn á Olympia-völlinn, heimavöll Helsingborg. Áður höfðu brotist út slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna í miðbæ Helsingborg og í þeim átökum lést einn stuðningsmaður Djurgården. Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason er á mála hjá Helsingborg en hann var á meðal varamanna liðsins í leiknum.

„Þetta var alveg hræðilegt. Við vissum að það kæmu um fimm þúsund stuðningsmenn frá Djurgården á leikinn. Það voru mikil læti í bænum á laugardagskvöldið og það kom til slagsmála. Stuðningsmenn Djurgården ruddust inn á bari og brutu þar og allt brömluðu. Síðan hófst leikurinn en það sem vissum ekki var að hálftíma fyrir leikinn var einn stuðningsmaður Djurgården drepinn. Það gerðist í miðbænum í átökum hjá fóboltabullum félaganna. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum og staðan 1:1 fengu stuðningsmenn Djurgården fréttir af því að maðurinn hefði látist og þá varð hreinlega allt vitlaust. Fyrst komu einhverjir tveir menn inn á völlinn og svo miklu fleiri og við leikmennirnir vissum ekkert hvað var í gangi. Okkur var síðan skipað að drífa okkur inn í búningsklefann og læsa þar að okkur,“ sagði Arnór Smárason við Morgunblaðið í gærkvöld.

Arnór hefur glímt við veikindi og hóf því leikinn á bekknum í gær en hann hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu.

Nánar er rætt við Arnór Smárason um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert