„Þetta var fullkomið kvöld“

Zinedine Zidane, aðstoðarþjálfari Real Madrid, og Cristiano Ronaldo, sem er …
Zinedine Zidane, aðstoðarþjálfari Real Madrid, og Cristiano Ronaldo, sem er meiddur, fagna með Bale eftir leikinn. AFP

Walesverjinn Gareth Bale var í sjöunda himni eftir að hafa tryggt Real Madrid fyrsta titilinn á tímabilinu.

Bale skoraði sigurmarkið gegn erkifjendunum í Barcelona í úrslitaleik spænsku konungsbikarsins í Valencia í gærkvöld en Real Madrid vann leikinn, 2:1, og vann þar með bikarinn í 19. sinn í sögu félagsins.

„Ég varð að taka sprett. Bartra ýtti mér og reyndi að stöðva mig en tókst það ekki. Ég varð að komast framhjá honum. Það var frábært að skora markið en betra var að vinna leikinn og vinna titilinn með Real Madrid. Ég er virkilega ánægður að hafa unnið minn fyrsta bikar með Madrid og ég held að þeir geti orðið fleiri á tímabilinu. Þetta var fullkomið kvöld,“ sagði Bale á vef Real Madrid en liðið er í öðru sæti í spænsku deildinni og er komið í undanúrslit í Meistaradeildinni þar sem andstæðingarnir verða Bayern München.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert