Ekvador rekur landsliðsþjálfarann

Reinaldo Rueda.
Reinaldo Rueda. AFP

Knattspyrnusamband Ekvador hefur sagt upp landsliðsþjálfaranum Reinaldo Rueda í kjölfar þess að liði Ekvador tókst ekki að komast áfram úr riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu í síðasta mánuði.

Ekvador varð í þriðja sæti á eftir Frakklandi og Sviss en sigraði Hondúras.

Rueda er Kólumbíumaður sem stýrði einmitt liði Hondúras á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010. Eftirmaður hans verður Ekvadorinn Sixto Vizuete sem hefur verið ráðinn til hálfs árs, eða fram í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert