Haraldur samdi við Östersund

Haraldur Björnsson á landsliðsæfingu.
Haraldur Björnsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Golli

Knattspyrnumarkvörðurinn Haraldur Björnsson, sem hefur leikið með Strömmen í norsku B-deildinni það sem af er þessu keppnistímabili, er búinn að semja við sænska B-deildarfélagið Östersund til hálfs annars árs. Frá þessu er greint á Vísi í dag.

Haraldur hefur verið samningsbundinn Sarpsborg í hálft þriðja ár en var í láni hjá Fredrikstad seinni hluta síðasta tímabils og svo hjá Strömmen í ár. Hann lék áður með Val og Þrótti og var í unglingaliði Hearts í Skotlandi á sínum tíma. Haraldur er 25 ára, hefur verið í A-landsliðshópnum nokkrum sinnum og lék 19 leiki með 21-árs landsliðinu en hann varði mark þess í Evrópukeppninni í Danmörku fyrir þremur árum.

Östersund er í sjötta sæti sænsku B-deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliðunum Hammarby og Ljungskile. Í þriðja sæti er Sundsvall, sem Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson leika með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert