Vidic: Ég sé ekki eftir neinu

Vidic (t.h.) í búningi Inter Milano.
Vidic (t.h.) í búningi Inter Milano. AFP

Nemanja Vidic, leikmaður Inter Milano lék gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United í gær í sigri liðsins í vítaspyrnukeppni á æfingamóti í Bandaríkjunum. Vidic, sem er fyrrum fyrirliði Manchester liðsins viðurkenndi þó að leikurinn hafi verið skrýtinn.

„Þetta var skrýtið. Ég hef spilað gegn Rooney og Juan [Mata] á æfingum oft og mörgum sinnum en það er öðruvísi þegar þú keppir við þá í alvöru leik. Ég var á þó glaður að sjá þá. Þeir litu út fyrir að vera ánægðir og að njóta leiksins,“ sagði Vidic sem sér þó ekki eftir því að hafa farið frá félaginu sem virðist á uppleið eftir að van Gaal tók við liðinu.

„Ég sé ekki eftir neinu. Þetta er í fortíðinni. Það eru ákveðin umskipti að eiga sér stað hjá félaginu og líka hjá Inter. Ég tala hins vegar bara um það sem er í gangi núna,“ sagði miðvörðurinn sterki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert