Alltof gaman til að hætta

Eiður Smári hefur fengið fyrirspurnir frá fjarlægum slóðum í sumar.
Eiður Smári hefur fengið fyrirspurnir frá fjarlægum slóðum í sumar. mbl.is/Eva Björk

„Ég ætla að halda áfram að spila fótbolta, það er alveg á hreinu, svo framarlega sem ég finn eitthvert lið sem hentar mér og fjölskyldunni,“ sagði knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið í gær.

Eiður er laus allra mála hjá Club Brugge í Belgíu þar sem hann hefur spilað síðustu átján mánuðina. Fregnir bárust af því í gærmorgun að hann væri að æfa með danska úrvalsdeildarliðinu OB en með því spilar liðsfélagi hans úr landsliðinu síðustu árin, Ari Freyr Skúlason. Eiður sagði að hann væri ekki á leiðinni til félagsins þó hann væri þar við æfingar í bili.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert