15 ára valinn í norska A-landsliðið

Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard. Ljósmynd/norska knattspyrnusambandið

Hinn 15 ára gamli Martin Ödegaard leikmaður norska meistaraliðsins Strömsgodset var í dag valinn í norska A-landsliðið í knattspyrnu sem mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttuleik þann 27. þessa mánaðar.

Ödegaard varð í vor yngsti leikmaðurinn til að spila í norsku úrvalsdeildinni og komu hann við sögu í leiknum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður hann yngsti leikmaður norska landsliðsins í sögunni.

Hann hefur slegið í gegn með Strömsgodset á tímabilinu og er klárlega mesta efnið í norska fótboltanum og aðeins tímaspursmál hvenær stóru liðin í Evrópu festa kaup á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert