FIFA staðfestir félagaskiptabann Barcelona

Barcelona má kaupa leikmenn fram að mánaðamótum en svo ekki …
Barcelona má kaupa leikmenn fram að mánaðamótum en svo ekki í tvö ár. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagaskiptabann spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er staðfest. Barcelona keypti ítrekað leikmenn yngri en 18 ára á árunum 2009-2013 án þess að sérstakar forsendur væru til staðar og í vor var Barcelona meinað að kaupa nýja leikmenn í tvö ár.

Dómnum var svo breytt meðan og bannið gekk til baka á meðan FIFA tók fyrir áfrýjun Barcelona og Börsungar hafa því getað fengið til sín leikmenn í sumar. Í úrskurði FIFA segir hins vegar að þegar félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin muni Barcelona ekki getað keypt leikmenn í tvö ár.

Þá er Barcelona jafnframt gert að greiða sekt sem er 450 þúsund svissneskir frankar eða því sem nemur um 57 milljónum íslenskra króna.

Líklegt þykir að Barcelona muni áfrýja úrskurði FIFA til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS sem staðsettur er í Lausanne í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert