Kolbeinn í riðli með Barcelona og PSG

Leikmenn Real Madríd fagna eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu …
Leikmenn Real Madríd fagna eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í vor. AFP

Dregið var í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu síðdegis í dag í Mónakó. Eitt Íslendingalið var í pottinum, Ajax frá Hollandi þar sem Kolbeinn Sigþórsson leikur. Ajax dróst í riðil með Barcelona, París SG og APOEL frá Kýpur.

Meistararnir frá síðustu leiktíð, lið Real Madríd dróst í B-riðil, með Basel, Liverpool og búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad.

Riðlana má sjá hér fyrir neðan. Efsta liðið í hverjum riðli var dregið úr 1. styrkleikaflokki og svo koll af kolli.

A-riðill
Atlético Madríd
Juventus
Olympiacos
Malmö
 
B-riðill
Real Madríd
Basel
Liverpool
Ludogorets Razgrad
 
C-riðill
Benfica
Zenit
Bayer Leverkusen
Mónakó
 
D-riðill
Arsenal
Borussia Dortmund
Galatasaray
Anderlecht
 
E-riðill
Bayern München
Manchester City
CSKA Moskva
Roma
 
F-riðill
Barcelona
París SG
Ajax
APOEL
 
G-riðill
Chelsea
Schalke
Sporting Lissabon
Maribor
 
H-riðill
Porto
Shakhtar Donetsk
Athletic Bilbao
BATE Borisov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert