Ronaldo besti knattspyrnumaður Evrópu

Cristiano Ronaldo með verðlaunagrip sinn í dag.
Cristiano Ronaldo með verðlaunagrip sinn í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, leikmaður Evrópumeistara Real Madrid, var í dag útnefndur besti knattspyrnumaður Evrópu tímabilið 2013-2014.

Það eru Samtök evrópskra íþróttafjölmiðla, ESM, sem standa að kjörinu í samvinnu við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Auk Ronaldos voru þeir Manuel Neuer og Arjen Robben hjá Bayern München tilnefndir.

Kjörið fór fram í Mónakó, strax að loknum drættinum í Meistaradeild Evrópu, en 54 evrópskir íþróttafréttamenn frá jafnmörgum aðildarlöndum UEFA, einn þeirra frá Morgunblaðinu og mbl.is, greiddu atkvæðin á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert