Ánægjuleg ákvörðun

Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA, og Michel Platini, forseti UEFA, á …
Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA, og Michel Platini, forseti UEFA, á fréttamannafundi í Mónakó í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Michel Platini var átrúnaðargoð margra fótboltaáhugamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Magnaður sóknartengiliður sem færði Frökkum sinn fyrsta stóra titil árið 1984 þegar hann skoraði hvorki fleiri né færri en níu mörk í úrslitakeppninni í Frakklandi og var kjörinn besti knattspyrnumaður heims 1983, 1984 og 1985.

Platini þjálfaði franska landsliðið í fjögur ár að ferlinum loknum en sneri sér síðan smám saman að íþróttapólitíkinni. Þar var hann líka fljótur að komast í fremstu röð og hefur verið forseti Knattspyrnusambands Evrópu í hálft áttunda ár.

Þann feril ætlar hann að framlengja en Platini tilkynnti í Mónakó í gærmorgun að hann myndi ekki bjóða sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári, heldur gefa kost á sér sem forseti UEFA til næstu fjögurra ára.

Sjá grein Víðis Sigurðssonar frá Mónakó í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert