Guðmundur í sigti Nordsjælland

Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson. Ljósmynd/heimasíða Sarpsborg.

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi og U21-landsliðs Íslands, er í sigtinu hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Nordsjælland samkvæmt frétt Tipsbladet í Danmörku. 

Guðmundur hefur verið í lykilhlutverki hjá Sarpsborg síðan hann kom til liðsins frá ÍBV og hefur Selfyssingurinn vakið áhuga Nordsjælland auk fleiri danskra félaga samkvæmt Tipsbladet. Ekkert verður af félagaskiptum í dag en hugsanlegt er að Nordsjælland reyni að fá Guðmund eftir tímabilið í Noregi sem lýkur í nóvember.

Nordsjælland leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar og hjá liðinu er markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Þá er Guðjón Baldvinsson búinn að semja um að koma til liðsins um áramótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert