Landsliðshópur Tyrklands gegn Íslandi

Arda Turan leikmaður Atlético Madríd er væntanlegur á Laugardalsvöll í …
Arda Turan leikmaður Atlético Madríd er væntanlegur á Laugardalsvöll í næstu viku. AFP

Fatih Terim landsliðsþjálfari Tyrklands í knattspyrnu hefur valið 24 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Danmörku 3. september og fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, sem verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 9. september klukkan 18.45.

Leikur Íslands og Tyrklands verður fyrsti leikur beggja liða í undankeppni EM 2016 í Frakklandi, en liðin leika í A-riðli ásamt Hollandi, Tékklandi, Lettlandi og Kasakstan. Tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppni EM og liðið í 3. sæti fer í umspil.

Landsliðshópur Tyrklands gegn Danmörku og Íslandi

Markverðir
Onur Recep Kivrak, Trabzonspor – 10/0
Fehmi Mert Günok, Fenerbache – 5/0
Volkan Babacan, Istanbul Basaksehir – 0

Varnarmenn
Caner Erkin, Fenerbache – 30/2
Ismail Köybasi, Besiktas – 11/0
Hakan Kadir Balta, Galatasaray – 37/2
Semih Kaya, Galatasaray – 17/0
Ömer Toprak, Bayer Leverkusen – 21/2
Ersan Adem Gülüm, Besiktas – 4/0
Gökhan Gönül, Fenerbache – 44/1
Osman Tarik Camdal, Eskisehirspor – 5/1

Miðjumenn
Ozan Tufan, Bursaspor – 3/0
Arda Turan, Atlético Madríd – 72/14
Olcay Sahan, Besiktas – 12/1
Emre Belözoglu, Fenerbache – 91/9
Mehmet Topal, Fenerbache – 40/0
Selcuk Inan, Galatasaray – 35/5
Oguzhan Özyakup, Besiktas – 7/0
Hakan Calhanoglu, Bayer Leverkusen – 4/0
Olcan Adin, Galatasaray – 7/1
Ahmet Ilhan Özek, Karemir Karabükspor – 4/1

Sóknarmenn
Burak Yilmaz, Galatasaray – 34/13
Mevlüt Erdinc, Saint-Étienne – 30/7
Mustafa Pektemek, Besiktas – 10/1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert