Ætli ég týnist ekki bara?

Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn til liðs við Bröndby í …
Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn til liðs við Bröndby í Danmörku. Ljósmynd/Bröndby

„Ég fékk að vita af miklum áhuga Bröndby-manna fyrir viku síðan. Þeir sögðust vera að selja aðalframherjann sinn og vildu fá mig í staðinn. Ég ákvað að slá til enda sýndu þeir mikinn áhuga og hafa verið mjög flottir í öllu,“ sagði framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem er kominn til Bröndby í dönsku úrvalsdeildina að láni frá skoska meistaraliðinu Celtic til eins árs. Hólmbert kom til Celtic eftir frábæra leiktíð með Fram í fyrra en hefur ekki fengið að spila með aðalliði félagsins.

„Þeir hjá Bröndby sögðust hafa tekið vel eftir mér þegar ég var hjá Fram, og ég hef bætt mig heilmikið síðan ég fór til Celtic þó að ég hafi ekki spilað með aðalliðinu, enda frekar erfitt að komast að þar,“ sagði Hólmbert sem fékk nýjan stjóra í sumar þegar Ronny Deila tók við af Neil Lennon.

Nánar er rætt við Hólmbert Aron Friðjónsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert