Viðar Örn með þrennu - Kominn með 24 mörk

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Ljósmynd/dagbladet.no

Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að salla inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Selfyssingurinn skoraði í dag þrennu fyrir Vålerenga þegar liðið burstaði Haugasund, 4:1. Viðar er langmarkahæsti maður deildarinnar en hann hefur nú skorað 24 mörk í 22 leikjum. Hann á möguleika á að slá markametið í deildinni en það er 30 mörk sem Odd Iversen skoraði fyrir Rosenborg árið 1968.

Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir Start en það dugði skammt því liðið tapaði fyrir Stabæk á heimavelli, 3:2. Matthías, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla, kom inná á 61. mínútu og skoraði sex mínútum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert