Markametið er innan seilingar hjá Viðari Erni

Viðar Örn Kjartansson fer enn á kostum í Noregi, á …
Viðar Örn Kjartansson fer enn á kostum í Noregi, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku. mbl.is/Eggert

Selfyssingnum Viðari Erni Kjartanssyni halda engin bönd í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hann fór enn og aftur á kostum með liði Vålerenga þegar liðið burstaði Haugasund, 4:1, í gær. Viðar skoraði þrennu í leiknum í annað sinn á leiktíðinni og hefur þar með skorað 24 mörk í þeim 22 leikjum sem hann hefur spilað í. Viðar skráði nafn sitt í sögubækur Vålerenga í gær en engum leikmanni félagsins hefur tekist að skora fleiri mörk á einu tímabili og menn velta því nú fyrir sér hvort honum takist að slá markametið í norsku úrvalsdeildinni.

Metið er í eigu Odd Iversen, föður Steffens Iversen, en hann skoraði 30 mörk í deildinni árið 1968 í aðeins 18 leikjum en þá voru liðin tíu í deildinni en eru 16 í dag.

„Ég get ekki neitað því að það gengur vel hjá mér. Ég var ánægður með mörkin. Þau voru falleg og það er alltaf skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn við Morgunblaðið í gærkvöld.

Mörk­in hjá Viðari má sjá með því að smella HÉR.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert