Naumt hjá Bæjurum

Leikmenn Bayern fagna marki Jerome Boateng gegn Manchester City í …
Leikmenn Bayern fagna marki Jerome Boateng gegn Manchester City í kvöld. AFP

Þýska meistaraliðið FC Bayern vann ensku meistarana í Manchester City, 1:0, á heimavelli í kvöld í stórleik E-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Lengi vel leit út fyrir að leikurinn yrði markalaus en Jerome Boateng sá til þess að tryggja Þjóðverjum sætan sigur er hann skoraði á 90. mínútu.

Í hinum leik E-riðls vann Roma öruggan sigur á CSKA frá Moskvu, 5:1, þar sem Gervinho skoraði tvö af mörkum ítalska liðsins.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax í jafnteflisleik við PSG á heimavelli, 1:1. Hann fór á leikvelli á 61. mínútu og 12 mínútum síðari jafnaði Ajax metin og þar við sat. 

Gerard Pique tryggði Barcelona sigur á APOEL, 1:0, á heimavelli í kvöld. 

Chelsea og Schalke gerðu jafntefli á Stamford Bridge, 1:1, þar sem Cesc Fabregas kom Chelsea yfir á 11. mínútu en Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar jafnaði metin á 62. mínút. Maribor og Sporting gerðu einnig jafntefli í G-riðli, 1:1, þar sem Nani kom Sporting yfir þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Bilbao og Shakhtar Donetsk gerðu markalaust jafnteli í Bilbao í H-riðli. Porto vann hinsvegar  BATE Borisov, 6:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert