Brandao í sex mánaða bann (myndskeið)

Brandao.
Brandao. AFP

Brasilíski framherjinn Brandao leikmaður franska liðsins Bastia var í dag úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann.

Bannið færi Brandao fyrir að skalla Thiago Motta leikmann Paris SG eftir viðureign liðanna á Parc des Princes í síðasta mánuði. Bannið tók gildi þann 21. ágúst og hann má ekki snúa aftur inn á völlinn fyrr en 21. febrúar á næsta ári.

Eft­ir leik­inn, sem PSG vann 2:0, fóru að birt­ast mynd­ir af Motta al­blóðugum og með nefið nán­ast út á hlið. Örygg­is­mynda­vél­ar voru skoðaðar og þar birt­ist ljót sjón.

Brass­inn beið eft­ir Motta inn í leik­manna­göng­un­um, sagði eitt­hvað við hann og skallaði hann svo beint í and­litið. Viðbrögðin hjá Brandao eft­ir at­vikið lýsa ekki beint neinni of­ur­hetju því Brass­inn tók á rás inn í bún­ings­her­bergi sitt og stakk af. 

Motta gekk til baka al­blóðugur og ljós­mynd­ar­ar og aðrir blaðamenn komu skömmu síðar inn í göng­in. Tóku mynd­ir en fáir vissu hvað gerðist í raun og veru fyrr en ör­ygg­is­mynda­vél­ar höfðu verið skoðaðar. 

Brandao á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir líkamárás og er honum gert að mæta í dómsalinn þann 3. nóvember. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisvist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert