Randers í annað sætið

Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. Ljósmynd/randers.dk

Randers komst í kvöld í annað sætið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra nýliða Silkeborg á heimavelli, 1:0.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni hjá Randers og Ögmundur Kristinsson var varamarkvörður liðsins. Bjarni Þór Viðarsson lék ekki með Silkeborg sem situr á botninum með 3 stig og hefur ekki unnið í fyrstu átta umferðunum.

Midtjylland er með 18 stig á toppnum, Randers er með 16 stig og nýliðar Hobro hafa komið mjög á óvart og eru með 14 stig í þriðja sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert