Ronaldo með 20 þrennur fyrir Real

Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum .
Cristiano Ronaldo fagnar einu af mörkum sínum . AFP

Stórstjörnurnar í liði Real Madrid virðast heldur betur hrokknar í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu, Gareth Bale og Javier Hernández tvennur, og James Rodríguez eitt í ótrúlegum 8:2-sigri á Deportivo la Coruna um helgina.

Ronaldo hefur þar með skorað 20 þrennur á aðeins rúmum fimm tímabilum í spænsku deildinni, og er tveimur þrennum frá því að jafna met Alfredo Di Stéfano og Telmo Zarra.

Barcelona hefur byrjað tímabilið fullkomlega, ekki enn fengið á sig mark og unnið alla fjóra leiki sína. Liðið vann Levante 5:0 í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert