Tíu bestu konurnar útnefndar

Nadine Kessler var kjörin sú besta í Evrópu í haust.
Nadine Kessler var kjörin sú besta í Evrópu í haust. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt hvaða tíu konur komi til greina í kjörinu á knattspyrnukonu ársins í heiminum 2014 en viðkomandi fær að launum Gullboltann, Ballon d'Or, í upphafi næsta árs.

FIFA og franska tímaritið France Football standa árlega að kosningunni, bæði í kvenna- og karlaflokki. Þær tíu sem greidd verða atkvæði um í næsta mánuði eru eftirtaldar:

Nadine Angerer, Þýskalandi
Veronica Boquete, Spáni
Nilla Fischer, Svíþjóð
Nahomi Kawasumi, Japan
Nadine Kessler, Þýskalandi
Marta, Brasilíu
Aya Miyama, Japan
Louisa Nécib, Frakklandi
Lotta Schelin, Svíþjóð
Abby Wambach, Bandaríkjunum

Kessler hefur þegar verið heiðruð á þessu ári en í lok ágúst var hún kjörin besta knattspyrnukona Evrópu af UEFA og European Sports Media.

Tíu þjálfarar eru einnig tilnefndir og það eru eftirtaldir:

Philippe Bergeroo, Frakklandi
Peter Dedevbo, Nígeríu U20
Laura Harvey, Seattle Reign
Ralf Kellermann, Wolfsburg
Maren Meinert, Þýskalandi U20
Norio Sasaki, Japan
Pia Sundhage, Svíþjóð
Asako Takakura Takemoto, Japan U17
Jorge Vilda, Spáni U17 og U19
Martina Voss-Tecklenburg, Sviss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert