Dýrasti fótboltaleikur sögunnar

Lionel Messi (t.v.) og Cristiano Ronaldo mætast í stórleiknum, en …
Lionel Messi (t.v.) og Cristiano Ronaldo mætast í stórleiknum, en þeir eru tveir bestu knattspyrnumenn heims í dag. AFP

El Clásico. Real Madrid gegn Barcelona. Lið sem skorar meira en þrjú mörk að meðaltali í leik, gegn markverði sem hefur ekki fengið á sig mark í Barcelona-búningnum. Cristiano Ronaldo gegn Lionel Messi. Endurkoma Luis Suárez eftir fjóra mánuði í skammarkróknum. Það er komið að stærsta leik haustsins að margra mati, og dýrasta leik knattspyrnusögunnar ef þannig má að orði komast. Það þarf einhvers konar neyðartilvik til að knattspyrnuáhugamenn fylgist ekki með dýrðinni á Santiago Bernabéu kl. 16 í dag.

Spænsku stórveldin tvö horfðu upp á Atlético Madrid vinna spænska meistaratitilinn síðasta vor, og þó að Real hafi unnið sjálfan Evrópumeistaratitilinn þá er þessi staðreynd eitthvað sem kristallaðist í kaupstefnu risanna í sumar. Það fá engin önnur lið að eiga sviðið lengi á Spáni. Barcelona fékk til sín besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar, Luis Suárez, og Real fékk til sín besta leikmann HM, James Rodríguez.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert