Dortmund komið á botninn

Jürgen Klopp þjálfari Dortmund.
Jürgen Klopp þjálfari Dortmund. AFP

Borussia Dortmund er komið í botnsæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrsta sinn í sjö ár.

Dortmund fór í botnsætið þegar Werder Bremen lagði Stuttgart, 2:0, en Dortmund getur komist upp úr því á morgun ef liðinu tekst að vinna Gladbach.

Lærisveinar Jürgens Klopps hafa tapaði sex leikjum í röð í deildinni en liðið var þýskur meistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á eftir Bayern München árin 2013 og síðastliðið vor.

Dortmund var síðast í þessari stöðu í ágúst 2007 en Klopp tók svo við liðinu í júlímánuði árið 2008.

Liðinu gengur hins vegar allt í haginn í Meistaradeildinni en það er komið í 16-liða úrslit þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert