Búnir að borga völlinn 16 árum fyrr en áætlað var

Allianz Arena leikvangurinn glæsilegi í München,
Allianz Arena leikvangurinn glæsilegi í München, AFP

Þýska meistaraliðið Bayern München sér fram á að geta bætt fleiri stórstjörnum í lið sitt í framtíðinni en þær fregnir bárust úr herbúðum félagsins að það hefði nú lokið við að greiða Allianz Arena-leikvanginn glæsilega, 16 árum fyrr en áætlað var.

Leikvangurinn var tekinn í notkun árið 2005 en hann kostaði 346 milljónir evra sem jafngildir 53,4 milljörðum íslenskra króna. Í áætlun félagsins var gert ráð fyrir því að það myndi ljúka við að greiða völlinn árið 2030.

„Það er búið að borga leikvanginn en við höfum fjármagnað völlinn okkar algjörlega sjálfir. Við höfum náð að borga hann á aðeins níu og hálfu ári og ég er mjög stoltur af því,“ skrifar Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, í leikskrána fyrir leik liðsins á móti Hoffenheim á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert