„Mörg félög að fylgjast með Elmari“

Theódór Elmar Bjarnason á ferðinni í leik með Randers.
Theódór Elmar Bjarnason á ferðinni í leik með Randers. Ljósmynd/randersfc.dk

Mörg félög eru áhugasöm að krækja í landsliðsmanninn Theódór Elmar Bjarnason sem hefur átt afar góðu gengi að fagna með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Theódór getur yfirgefið Randers næsta sumar en Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Elmars segir við danska blaðið Tipsbladet að þeir muni fyrst ræða við Randers áður eitthvað annað verði ákveðið.

„Við munum ræða fyrst við Randers og ég mun fara til Danmerkur eftir tvær vikur og ræða við íþróttastjóra Randers. Elmar hefur verið frábær með Randers á tímabilinu og hefur verið fastamaður bæði í Randers og með íslenska landsliðinu. Það er félög að fylgjast með honum og það er alveg á hreinu að ef maður spilar vel þá lítur maður í kringum sig og íhugar sína möguleika,“ segir Magnús Agnar við Tipsbladet.

Elmar, sem hefur verið í byrjunarliði Randers í öllum leikjunum á tímabilinu og skorað 3 mörk, verður fjarri góðu gamni með Randers í kvöld þegar liðið sækir Vestsjælland heim en leikmaðurinn tekur út leikbann. Hann hefur leikið með Randers frá árinu 2012

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert