Bayern rúllaði yfir Hoffenheim

Bæjarar fagna einu marka sinna í dag.
Bæjarar fagna einu marka sinna í dag. AFP

Bayern München vann í dag 4:0-sigur á Hoffenheim og jók forskot sitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í sjö stig en liðið er taplaust með 30 stig eftir 12 leiki.

Mario Götze og Robert Lewandowski komu Bayern í 2:0 í fyrri hálfleik og Arjen Robben jók muninn í 3:0 10 mínútum fyrir leikslok. Sebastian Rode innsiglaði svo sigurinn með sínu fyrsta marki fyrir Bayern.

Dortmund náði aðeins 2:2-jafntefli við Paderborn á útivelli og er með 11 stig, tveimur stigum frá botninum. Ekki bætti úr skák að Marco Reus var borinn af velli meiddur í seinni hálfleik. Hann hafði komið Dortmund í 2:0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert