Adam Örn þreytti frumraun

Adam Örn Arnarson kom til Nordsjælland í ágúst.
Adam Örn Arnarson kom til Nordsjælland í ágúst. Ljósmynd/Nordsjælland

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson lék í dag sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland, sem er undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, þegar liðið mætti OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Adam, sem er 19 ára gamall og kom til Nordsjælland frá NEC Nijmegen í Hollandi í ágúst, lék allan leikinn en mátti sætta sig við 1:0-tap. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem kom sér úr fallsæti og er með 15 stig eftir 15 leiki. Nordsjælland er með 21 stig í 6. sæti.

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður sat á bekknum hjá Nordsjælland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert