Aron skoraði sigurmarkið

Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið.
Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið. AFP

Aron Jóhannsson, bandaríski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, tryggði AZ Alkmaar sigur á Vitesse, 1:0, í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron gerði eina mark leiksins strax á 14. mínútu en hann lék allan leikinn með AZ sem er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. Aron er nýkominn í gang eftir meiðsli en hann missti af fyrstu vikum tímabilsins.

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 10 mínúturnar með Ajax sem vann Heerenveen, 4:1, og er í 2. sæti með 29 stig, einu minna en PSV sem á útileik gegn Groningen á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert