Messi með þrennu og sló markametið

Lionel Messi fagnar einu markanna í kvöld.
Lionel Messi fagnar einu markanna í kvöld. AFP

Lionel Messi skoraði þrennu i kvöld þegar Barcelona vann auðveldan sigur á Sevilla, 5:1, i spænsku 1. deildinni í knattspyrnu og sló þar með markametið í deildinni.

Telmo Zarra skoraði á sínum tíma 251 mark í deildinni en Messi var með 250 fyrir leikinn í kvöld. Hann jafnaði metið í fyrri hálfleik og sló það í þeim síðari.

Zarra skoraði mörkin fyrir Athletic Bilbao á árunum 1940-1955. 

Messi skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Börsungar gerðu sjálfsmark í byrjun síðari hálfleis. Neymar kom þeim strax í 2:1 og Ivan Rakitic bætti við marki áður en Messi skoraði á 72. og 78. mínútu og stórsigur var staðreynd.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld þegar lið hans vann nýliða Eibar, 4:0, á útivelli.

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 87. mínútu með Real Sociedad sem gerði 0:0 jafntefli við Deportivo La Coruna á útivelli og er í 14. sæti af 20 liðum.

Real Madrid er með 30 stig á toppnum, Barcelona 28 og Atlético Madrid 26.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert