Meistaradeildin í beinni - þriðjudagur

Manchester City fær Bayern München í heimsókn.
Manchester City fær Bayern München í heimsókn. AFP

Næstsíðasta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er leikin í kvöld og annað kvöld. Átta leikir fara fram í kvöld, í riðlum E, F, G og H, og ýmislegt mun eflaust skýrast. Fylgst verður með gangi mála í beinu lýsingunni MEISTARADEILDIN Í BEINNI hér á mbl.is.

Margra augu verða á leiknum á Etihad-leikvanginum í Manchester þar sem Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München. Bayern er þegar komið áfram en City dugir ekkert annað en sigur til að eiga möguleika á að fylgja Þjóðverjunum í 16-liða úrslitin.

Af þeim liðum sem spila í kvöld eru Bayern, París SG, Barcelona og Porto búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Flest hinna eru enn með í baráttunni um að komast þangað.

Tveir leikjanna hófust klukkan 17 en hinir sex hefjast klukkan 19.45.

Dagskráin í kvöld er sem hér segir:

E-RIÐILL:
17.00 CSKA Moskva - Roma
19.45 Manchester City - Bayern München

Bayern er með 12 stig, Roma 4, CSKA 4 og Manchester City 2. 
Bayern er komið áfram en hin þrjú eru í baráttu um annað sætið.

F-RIÐILL:
19.45 APOEL Nicosia - Barcelona
19.45 París SG - Ajax

París SG er með 10 stig, Barcelona 9, Ajax 2 og APOEL 1.
París SG og Barcelona eru komin áfram.

G-RIÐILL:
19.45 Schalke - Chelsea
19.45 Sporting Lissabon - Maribor

Chelsea er með 8 stig Schalke 5, Sporting 4 og Maribor 3 stig.
Öll liðin geta enn komist áfram og öll setið eftir.

H-RIÐILL:
17.00 BATE Borisov - Porto
19.45 Shakhtar Donetsk - Athletic Bilbao

Porto er með 10 stig, Shakhtar 8, BATE 3 og Athletic 1 stig.
Porto er komið áfram, Shakhtar og BATE berjast um annað sætið.

Til að fylgjast með öllu sem gerist í leikjunum, smellið á MEISTARADEILDIN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert