Birkir og félagar fallnir

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Eggert

Brann, eitt af stærstu knattspyrnufélögum Noregs, féll í kvöld úr úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði, 3:0, fyrir Mjöndalen í seinni leik í umspili liðanna. Mjöndalen leikur því í efstu deild á næsta ári eftir 23 ára fjarveru en félagið lék í fjórðu deild fyrr átta árum.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann og væntanlega sinn síðasta leik en hann hefur m.a. verið orðaður við Hammarby í Svíþjóð.

Fyrri leikurinn í Bergen endaði 1:1. Mjöndalen komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og bætti við tveimur mörkum í þeim síðari þannig að liðið vann einvígið samanlagt 4:1.

Brann hefur leikið í efstu deild í samfellt 27 ár, frá 1987, og varð norskur meistari árið 2007 með þá Ármann Smára Björnsson, Kristján Örn Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason innanborðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert