Konur kunna ekki fótbolta

Þýskaland fagnaði sigri á Wembley um helgina, 3:0.
Þýskaland fagnaði sigri á Wembley um helgina, 3:0. AFP

„Konur kunna ekki fótbolta. Þær kunna ekki einu sinni helstu reglurnar.“ Þetta er niðurstaða David Hickey í grein sem farið hefur sem eldur í sinu um netheima.

Tilefni skrifa Hickeys var leikur kvennalandsliða Englands og Þýskalands á Wembley á sunnudag, sem Evrópumeistarar Þýskalands unnu 3:0. Leikurinn markaði tímamót í Englandi en þetta var fyrsti kvennalandsleikurinn á Wembley, á hann mætti metfjöldi eða tæplega 46.000 manns auk þess sem hann var sýndur í beinni útsendingu á BBC.

Þeir sem ekki skilja kaldhæðni gætu auðveldlega hneykslast á grein Hickeys en aðrir taka henni væntanlega sem föstu skoti á leikmenn í úrvalsdeild karla í Englandi. Greinina má lesa hér að neðan í lauslegri þýðingu:

„Ég horfði á England-Þýskaland í knattspyrnu kvenna í sjónvarpinu. Af hverju var hann sýndur? Konur kunna ekki fótbolta. Þær kunna ekki einu sinni helstu reglurnar.

Þegar þær eru tæklaðar þá standa þær bara upp og halda áfram að spila. Þær þykjast ekki hafa meitt sig. Þær dýfa sér ekki niður. Þær fá ekki andstæðinga sína senda af velli. Þær slást ekki í hornspyrnum. Og það versta er að þær hópast ekki að dómurunum. Eins og allir vita sem hafa horft á úrvalsdeild karla þá er það ekki svona sem maður spilar fótbolta.“

Greinin sem David Hickey skrifaði í blaðið The i.
Greinin sem David Hickey skrifaði í blaðið The i. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert