Þvílíkt mark!

Verður mark Stephanie Roche valið það besta hjá Fifa í ár? Það kemur í ljós þann 1. desember en það er ljóst að markið er með þeim flottustu sem skoruð voru á síðustu leiktíð og náðust á myndskeið.

Í fyrra var það mark sem Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði í landsleik gegn Englandi sem var valið það flottasta. Hann er einnig tilnefndur í ár auk fleiri þekktra leikmanna, svo sem James Rodriguez og Robin van Persie. En sennilega er mark sem Roche skoraði í október 2013 eitt þeirra sem vakið hefur mesta athygli frá því tíu bestu mörkin voru kunngjörð. 

Frá því markið var sett inn á YouTube hefur myndskeiðið fengið yfir þrjár milljónir heimsóknir en þess má geta að einungis 95 manns sáu leikinn þegar það var skorað. Hún er eina konan sem er tilnefnd í ár en frá árinu 2009 hafa alls sex konur hlotið tilnefningu fyrir mark ársins. Enginn þeirra hefur komist inn á lista yfir þrjú bestu. 

Þau tíu sem eru tilnefnd

Hér er hægt að kjósa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert