Átján ára kom Hollandi á fyrsta HM

Vivianne Miedema
Vivianne Miedema

Hollendingar hrepptu í gærkvöld síðasta sæti Evrópu í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu með því að sigra Ítali, 2:1, í seinni umspilsleik þjóðanna á heimavelli Emils Hallfreðssonar í Verona. Þetta er í fyrsta sinn sem Holland kemst á HM.

Átján ára stúlka, Vivianne Miedema, hefur heldur betur verið hollenska liðinu mikilvæg. Hún skoraði markið í fyrri leiknum í Hollandi, sem endaði 1:1, og hún gerði bæði mörkin í Verona í gærkvöld og kom hollenska liðinu í 2:0. Þar með skoraði Miedema 16 mörk í undankeppninni og varð markahæst allra. Sjálfsmark snemma í seinni hálfleik kom ekki að sök fyrir hollenska liðið. Eins og margir muna eflaust komst Ísland í 8-liða úrslitin á EM í fyrra með því að sigra Holland, 1:0. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli eins og Holland en komst þó ekki í umspilið.

Fulltrúar Evrópu í fyrstu 24 liða lokakeppni HM eru því England, Frakkland, Þýskaland, Noregur, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Holland. Lokakeppnin fer fram í Kanada næsta sumar. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert