Alfreð góður í spænskunni (myndskeið)

Alfreð Finnbogason fagnar fyrra marki sínu í gær.
Alfreð Finnbogason fagnar fyrra marki sínu í gær. Ljósmynd/realsociedad.com

Það er ekki að heyra að Alfreð Finnbogason sé búinn að vera á Spáni í nokkra mánuði en kappinn var gripinn í sjónvarpsviðtal eftir leiki Real Sociedad gegn Real Oviedo í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.

Alfreð opnaði markareikning sinn með spænska liðinu en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:0 sigri. Á myndskeiðinu er Alfreð í viðtali eftir leikinn og engu líkara er að hann sé innfæddur enda með spænsku algjörlega á hreinu.

Sjá viðtalið við Alfreð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert