Zlatan ósáttur að vera ekki bestur

Zlatan Ibrahimovic segist langbesti íþróttamaðurinn í sögu Svíþjóðar.
Zlatan Ibrahimovic segist langbesti íþróttamaðurinn í sögu Svíþjóðar. AFP

Zlatan Ibrahimovic, sænski knattspyrnumaðurinn snjalli, er mjög ósáttur að hafa ekki verið valinn besti íþróttamaðurinn í sögu Svíþjóðar af dagblaðinu Dagens Nyheter sem gaf út lista þess efnis á dögunum.

Blaðið útnefndi 150 bestu íþróttamenn í sögu Svíþjóðar þar sem tennisstjarnan Björn Borg varð efstur, en hann vann meðal annars Wimbledon-mótið fimm sinnum í röð á árunum 1976-1980. Zlatan kom á hæla hans en tók hamingjuóskum blaðsins þó fálega.

„Takk fyrir, en að vera annar er eins og að vera síðastur. Ég hefði átt að vera númer eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm – með fullri virðingu fyrir öðrum,“ sagði Zlatan, hógvær að venju.

Hann gat þó ekki sleppt því að hrósa Borg aðeins og sagði hann „svala persónu“ og „lifandi goðsögn,“ en var annars ósáttur með valið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert