Getur orðið nýr Ferguson

Carlo Ancelotti með Evrópubikarinn.
Carlo Ancelotti með Evrópubikarinn. mbl.is/afp

Stór ástæða velgengni spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid er þjálfarinn Carlo Ancelotti. Þetta segir króatíski miðjumaðurinn Luka Modric en Madridarliðið hefur unnið 22 leiki í röð í öllum keppnum.

Liðið er ríkjandi Evrópumeistari og spænskur bikarmeistari og þá hampaði liðið heimsmeistaratitli félagsliða í Marokkó á dögunum.

„Ég var ekkert smeykur fyrir hönd liðsins þegar Angel Di Maria og Xabi Alonso fóru frá liðinu. James Rodriguez og Toni Kroos sem komu í staðinn hafa verið frábærir og úrslitin hafa verið betri á þessu tímabili en því síðasta. Stór ástæðan fyrir góðu gengi liðsins er Ancelotti. Hans rólega yfirbragð hjálpa mörgum í hópnum og hann getur orðið eins og Alex Ferguson hjá Manchester United,“ segir Modric í viðtali við króatíska blaðið Sportske Novosti.

Ancelotti tók við þjálfun Real Madrid af José Mourinho árið 2013 en þar áður var hann þjálfari hjá París SG, Chelsea og AC Milan. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert