Modric bestur í Króatíu

Luka Modric í leik með Real Madrid.
Luka Modric í leik með Real Madrid. AFP

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Króatíu og er þetta í fjórða skipti sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.

Modric var síðast kjörinn árið 2011 en Mario Mandzukic hefur hreppt hnossið undanfarin tvö ár.

Luka Modric er 29 ára gamall og lék með Dinamo Zagreb til ársins 2008. Þá keypti Tottenham hann en eftir fjögurra ára dvöl í London keypti Real Madrid hann af enska félaginu í ágúst 2012 fyrir um 30 milljónir punda og samdi við hann til fimm ára. Modric hefur spilað 83 landsleiki fyrir Króatíu og skorað í þeim 10 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert