Tók upp símann í miðjum leik - myndband

Áhorfendur geta verið í síma sínum en annað mál gegnir …
Áhorfendur geta verið í síma sínum en annað mál gegnir um þátttakendur kappleikja eins og myndbandið í fréttinni sýnir. AFP

Snjallsímanotkun hefur síðustu misseri oft verið á milli tannanna á fólki og margir hafa fengið þá gagnrýni að geta illa slitið sig frá tækinu. Sumir virðast þó lengra leiddir í þeim efnum en aðrir.

Volodymyr Kozlenko, úkraínsku knattspyrnumaður hjá Energiya Nova Kakhova í þriðju deildinni þar í landi, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að tala í símann í miðjum æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði Olimpik Donetsk, en leikurinn var liður í æfingamóti undirbúningstímabilsins í Úkraínu.

Forráðamenn Olimpik Donetsk líktu Kozlenko við trúð eftir leikinn og sökuðu hann um mikla vanvirðingu, en eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði tók hann upp símann í miðjum leik og var greinilega ekki með hugann við efnið.

Kozlenko var í kjölfarið dæmdur í bann af knattspyrnusambandinu og má ekki taka þátt í fleiri leikjum á æfingamótinu. Þá var dómari leiksins einnig dæmdur í bann ásamt aðstoðarmönnum sínum fyrir að hafa látið þessa hegðun viðgangast.

<script src="http://player.espn.com/player.js?playerBrandingId=7f85f640d356489798d964a67a833280&amp;adSetCode=5d80a8f4a1f545b0944606ef39cf05e2&amp;pcode=B4a3E63GKeEtO92XK7NI067ak980&amp;width=576&amp;height=324&amp;externalId=intl:2261539&amp;thruParam_espn-ui[autoPlay]=false&amp;thruParam_espn-ui[playRelatedExternally]=true"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert