Góð kaup í Guðmundi

Guðmundur Þórarinsson með treyju Nordsjælland.
Guðmundur Þórarinsson með treyju Nordsjælland. Ljósmynd/fcn.dk

Danski knattspyrnumaðurinn Steffen Ernemann sem leikur með norska liðinu Sarpsborg segir að danska liðið Nordsjælland hafi gert góð kaup þegar það samdi við Guðmund Þórarinsson.

Ernemann hefur leikið með Guðmundi á miðjunni hjá Sarpsborg í hálft annað ár og þekkir því vel til Selfyssingsins.

„Hann er góður fótboltamaður sem elskar að hafa boltann. Hann hefur góða tækni, er með mikla yfirsýn og er skapandi leikmaður,“ segir Ernemann við danska fótboltavefinn bold.dk.

„Styrkleikar hans eru sóknarleikurinn. Hann er góður í skapa færi og það hefur verið virkilega ánægjulegt að spila með honum. Það er ekki spurning að hann er að taka skref fram á við á sínum ferli og ég er alveg viss um að Nordsjælland verður ánægt með hann,“ segir Ernemann. Guðmundur gerði þriggja og hálfs árs samning við Nordsjælland en þjálfari liðsins er Ólafur H. Kristjánsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert